Hamingju dagar fyrir Ísland.

Mikið hefur verið rætt og ritað um þær vikjana framkvæmdir sem hefa verið í gangi við Kárahnjúk og er kominn tími til að ég tjá mig um þær við alþjóð en ekki bara í fárra vina hóp.

Þegar stórfyrirtækið Alcoa tók þá áhvörðun að byggja eina af sínum verksmiðju hérna upp á hjara veraldar varð ég glaður í mínnu litla hjarta. Þar sá ég loksins einhvern árangur af því starfi stjórnmálamanna( í öllum flokkum) og annara einstaklinga, sem með þrotlausu starfi sínu höfðu loksins fengið erlent fyrirtæki til að koma hingað og fjárfesta. Mörg fyrirtæki höfðu sent hingað fólk til skrafs og ráðagerða en manni fannst að þeir fulltrúar hefðu meira komið hingað í sumarfrí heldur en til að gera viðskipatilboð.

Er ég einn þeirra manna sem tók þátt í því að byggja álverið á Reyðarfirði og náði því að fylgjast með flestu því sem gerðist við þessi tvö verkefni, þ.e.a.s álverið og Kárahnjúkavirkjun. Mínn skoðun er sú að virkjuninn er eitt það glæsilegasta manvirki sem smíðað hefur verið á íslandi í mörg ár. Mikið af vekfræðingum og öðrum langskólagegnu fólki hefur lagt sig fram til að koma þessu verkefni sem best frá sér. Því hvort sem fólk er á móti álverum eða ekki þá verður það að viðurkennast, á einhverjum tímapunkti hefði þurft að fara í þessa framhvæmd. Ég veit ekki betur en að gagnaveita eins og Goggle eða Microsoft vilja setja upp hér þurfi svipað magn af raforku eins og Fjarðarál þarf fyrir álverið á Reyðarfirði.

Það sem ég vill segja við svartsýnispúkana er þetta: Landið sem fer undir Hálslón er afturkræft. Það hefur ekki verið flutt í burtu, það liggur bara undir vatni núna. Dýralíf finnur alltaf leiðir til að búa við breitar aðstæður, það hefur gert það við fjöldan allan af verkun mannana hér á íslandi (Laxárvirkjun, Blönduvirkjun, Sogsvirkjun o.s.frm). Ef við förum bara nógu hægt og varlega í svona framkvæmdir þá er ekkert því til fyrirstöðu að þær geti harmonerað við nátturuna. Ég veit ekki betur en að heiðargæsinn hafi verp við hálslón núna í vor þrátt fyrir að því hafi verið hadið fram að hún mundi ekki gera það. Vissulega fóru mörg hreiður undir vatn enda gæsir ólæsar og gerðu sér ekki grein fyrir því að vatnið væri að hækka.

Til þeira sem tala fyrir ósnortini nátturu íslands og hvað mikil verðmæti séu fólgin í henni, segi ég þetta: Náttura íslands er einskis virði ef eingin getur notið hennar. Til að nútíma ferðamaðurinn geti notið nátturu íslands þá verður að fara í aðgerðir sem á endanum verða til að ósnortin náttura á íslandi verður ekki lengur sem slík. Ég veit að það er sársaukafullt að heyra þetta en svona eru bara staðreindir málsins. Þær framkvæmdir sem hér um ræðir eru vegagerð þvers og kruss um hálendi, göngustígagerð við helstu staði, upplýsingamiðstöðvar, verslanir, salerni, gistiaðstöðu (fyrir tjöld,húsbíla,tjaldvagna og jafnvel gistiheimili eða hótel). Nútíma ferðamaðurinn er að flýta sér og hefur ekki tíma til að eyða 4 dögum í það að komast frá Seyðisfirði og upp í Öskju fótgangandi (miðað við að stoppað sé til að skoða fleiri staði á leiðini).

Þar sem ég geri ráð fyrir að ég þurfi að vera með frekari röksemdafærslur vegna skrifa minna um þetta mál þá vill ég segja þetta að lokum. Kárahnjúkavirkjun og Fjárðarál eru mestu framfara skref sem stígin hafa verið til að halda fleiru en höfuðborgini í byggð.  


mbl.is Hálslón orðið 40 ferkílómetrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

gæti ekki verið meira sammála þér, ég bjó fyrir austan og fylgdist með uppbyggingunni, sá dauðvona staði lifna við og gleðina og bjartsýnina aukast hjá fólkinu. Ég sá líka svæðið sem er komið undir lónið áður en bygging virkjunarinnar hófst og fannst ekki mikið til þess koma, fyrir utan það að náttúran og lífríkið sér um sig.

Huld S. Ringsted, 24.7.2007 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband